Sunnudagur, 2. desember 2012
Eiga lífeyrisþegar að bjóða fram til alþingis?
Ég hefi fengið tölvupósta frá lífeyrisþegum,sem telja,að lífeyrisþegar eigi að bjóða fram við næstu alþingiskosningar.Þetta er ekki ný hugmynd og eðlilegt,að hún komi fram,þegar stjórnvöld hundsa kröfur aldraðra og öryrkja og svíkja gefin loforð um afturköllun kjaraskerðingar,sem átti að vera tímabundin og hefði átti að vera búið að afturkalla fyrir tæpu hálfu ári.Fyrir alþingiskosningarnar 2007 framkvæmdi Capacent skoðanakönnun um það hvað margir gætu hugsað sér að kjósa flokk eldri borgara og lífeyrisþega. Yfir 20% sögðust geta hugsað sér það. Það er jafnmikið og segist mundu kjósa Samfylkinguna í dag,samkvæmt skoðanakönnunum.Það er líklegt,að staðan sé óbreytt og jafnmargir gætu hugsað sér að kjósa lista lífeyrisþega í dag eins og gátu hugsað sér það 2007. Ef það reyndist rétt mundi slíkur flokkur fá úrslitaáhrif um stjórn landsins að loknum kosningum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.