Neyslukönnun Hagstofunnar: Mikið vantar upp á lífeyri aldraðra

Ný neyslukönnun Hagstofunnar var birt í gær.Samkvæmt henni er meðaltalsneysla einhleypinga 295 þús. kr. á mánuði.( Leiðrétt fyrir hækkun neysluvísitölu frá gerð könnunarinnar).Félag eldri borgara hefur ályktað,að aldraðir einhleypingar þurfi þessa upphæð í lífeyri á mánuði.Það vantar því 121 þús. kr. á mánuði upp á,að lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir aldraða.Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum er í dag 174 þús. kr. á mánuði eftir skatt.Engir skattar eru inni í tölu Hagstofunnar yfir útgjöld til neyslu.Hér er því um sambærilegar tölur að ræða.Upphæð Hagstofunnar er í rauninni alger lágmarksupphæð, þar eð það vantar ekki aðeins skatta í þessa tölu heldur einnig sparnað,afborganir og vexti,lífeyrissjóðsiðgjöld,félagsgjöld.sektir o.f.Með því að skerða þau smánarkjör,sem aldraðir hafa haft ( eins og gert var 2009) er verið að níðast á eldri borgurum.Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör aldraðra strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband