Föstudagur, 7. desember 2012
Laun ráðherra hækkuð um 145 þús. á mánuði.Laun aldraðra hækkuð um 0 kr.!
Kjaranefnd Félags eldri borgara samþykkti á fundi sínum 26.nóvember sl. að skora á alþingi að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009. Í ályktuninni segir að tímabundin kjaraskerðing ráðherra,alþingismanna og embættismanna hafi verið afturkölluð í desember 2011.Voru laun ráðherra þá hækkuð um 145 þús. kr. á mánuði og sú hækkun látin gilda í 3 mánuði aftur í tímann! Það sama á að gilda um aldraða og öryrkja.Þeir eiga að fá kjaraleiðréttingu strax og hún á að vera afturvirk eins og hjá ráðherrum og alþingismönnum.Aldraðir og öryrkjar hafa enga leiðréttingu fengið enn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.