Báðir frambjóðendur til formanns hafa brugðist lífeyrisþegum!

Það er athyglisvert,að báðir frambjóðendur til formanns í Samfylkingunni  hafa brugðist öldruðum og öryrkjum gersamlega.Árni Páll Árnason lagði sem félagsmálaráðherra fram frumvarpið um skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja á miðju ári 2009. Og Guðbjartur Hannesson hefur sem velferðarráðherra gersamlega hundsað allar kröfur um að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 2009 verði afturkölluð eins og lofað var og tilskilið er í lögunum um kjaraskerðinguna. Það má því ekki á milli sjá hvor þessara stjórnmálamanna ber meiri ábyrgð á kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja.Þeir geta svo sannarlega deilt þeirri ábyrgð með sér.

Hið sama er að  segja um kjaraskerðingu og kjaragliðnun  aldraðra og öryrkja á stjórnartíma núverandi ríkisstjórnar 2009-2012.Á sama tíma og verkafólk (láglaunafólk) fékk verulegar launahækkanir á þessu tímabili var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur og hækkaði ekkert enda þótt tilskilið sé í lögum,að hann skuli hækka í samræmi við launahækkanir og verðlagshækkanir.Báðir frambjóðendur til formanns,Árni Páll og Guðbjartur bera fulla ábyrgð á þessu sem stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar,Guðbjartur ef til vill heldur meiri ábyrgð sem ráðherra.

Þessir menn báðir hljóta að telja það mannsæmandi laun að hafa 174 þús. á mánuði eftir skatt eins og einhleypir aldraðir og öryrkjar hafa frá almannatryggingum,  ef þeir búa einir og hafa engar tekjur aðrar en frá TR.Ef  þessir lífeyrisþegar fara í sambúð eða búa með einhverjum öðrum hrapa tekjur þeirra. Ráðherrararnir neituðu þessum lífeyrisþegum um afturköllun á kjaraskerðingunni en fengu sjálfir fyrir einu ári 145 þús. kr. kauphækkun á mánuði vegna tímabundinnar kjaraskerðingar og þeir fengu þetta 3 mánuði aftur í tímann eða ca.  435 þús. kr. í vasann! Er það jafnaðarstefna?

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband