Ekkert frumvarp um endurskoðun almannatrygginga!

Stjórn Landssambands eldri borgara (LEB) mótmælti því sl. þriðjudag,að  frumvarp um breytingar á almannatryggingum hefði ekki verið lagt fra.Það var búið að segja,að breyting á TR ætti að taka gildi 1.janúar en nú er ljóst,að svo verður ekki.Þetta er eftir öðru hjá velferðarráðherra og ríkisstjórn ,þegar kemur að  málefnum aldraðra og öryrkja.Þegar spurt hefur verið um kjarabætur til handa öldruðum hefur ráðherra svarað því til, að það væri verið að endurskoða almannatryggingarnar.Á þeim forsendum hefur verið lagst á afturköllun kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009 og á þessum forsendum hefur verið lagst á hækkun lífeyris aldraðra en aldraðir og öryrkjar eiga rétt á verulegri hækkun lífeyris,þar eð þeir hafa dregist aftur úr í kjaraþróuninni á krepputímanum.Kjaranefnd Félags eldri borgara hefur krafist kjarabóta aldraðra strax. Landssamband eldri borgara hefur lagt meiri áherslu á endurskoðun almannatrygginga.Það er engu líkara en ríkisstjórnin hafi dregið LEB á asnaeyrunum í þessu máli,þar eð fyrst segir stjórnin og ráðherra að ekki sé unnt að hækka lífeyri aldraðra vegna endurskoðunar almannatrygginga en síðan svíkst stjórnin um þá endurskoðun TR,sem átti að taka gildi um áramót.LEB trúði ráðherra og ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband