Laugardagur, 15. desember 2012
Harðar deilur ASÍ og ríkisstjórnar
Mjög harðar deilur eru komnar upp milli ASÍ og ríkisstjórnarinnar um efndir á yfirlýsingu,sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við gerð kjarasamninga 2011.Deila þessi var rædd í kastljósi sl. fimmtudag en þar tókust á Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Steingrímur J. Sigfússon ráðherra.Steingrímur sagði þar,að deila mætti um túlkun á 2 atriðum af 8,sem ASI teldi að ríkisstjórnin hefði svikið.En ríkisstjórnin hefði aldrei lofað hinum 6 atriðunum.Það væri rangt.T.d.hefði ríkisstjórnin aldrei lofað því, að gengið mundi styrkjast svo og svo mikið eða verðbólgan lækka eitthvað áhveðið. Það gæti engin ríkisstjórn lofað slíku.Gylfi sagði,að ríkisstjórnin hefði í almennum yfirlýsingum um efnahagsmál lýst því yfir að lækka ætti verðbólgu og styrkja gengið. En Steingrímur sagði,að Gylfi gæti ekki fundið því stað,að ríkisstjórnin hefði lofað styrkingu gengis eða lækkun verðbólgu.Varðandi jöfnun lífeyrisréttinda og þátttöku lífeyrissjóða í því að lækka skuldavanda heimila var mikill ágreiningur um túlkun á yfirlýsingum.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir,að endurskoða eigi bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur með hliðsjón af launahækkun samkvæmt kjarasamningum.Ríkisstjórnin hefur viljað ráða túlkun á þessu orðalagi. En ASÍ telur að þetta þýði að bætur aldraðra og öryrkja og aðrar bætur eigi að hækka jafnmikið og laun hækka. Ég er sammála þeirri túlkun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2012 kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst Steingrímur J. vera mjög reiður! Var það réttlát reiði í garð forseta ASÍ ? Það er stundum erfitt um að dæma, er tveir deila, finnst mér.
Kveðja, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 16.12.2012 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.