Gáfum Fríðuhúsi málverk

Jólagleði var í Fríðuhúsi í gær og var ég boðinn þangað ásamt Þorvaldi,elsta syni mínum en Dagrún kona mín er vistmaður í Fríðuhúsi.Þar var mjög skemmtileg dagskrá: Hljómsveitin Vinabandið lék fyrir dansi.Það var dansað og sungið og snæddur jólamatur.Við Dagrún gáfum Fríðuhúsi málverk eftir Guðmund son okkar en hann er myndlistarmaður.Afhenti ég myndina í gær og sagði nokkur orð um leið. Ég sagði,að myndin væri gefin í þakklætisskyni fyrir það  góða starf,sem unnið væri í Fríðuhúsi en þar væri veitt mjög góð og mikilvæg þjónusta við vistmenn og væri nauðsynlegt að styðja sem mest við það starf.Málverkið líkaði mjög vel og var forstöðukonan,Sigríður Lóa sérstaklega hrifin af myndinni.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband