Svipuð "afrek" formannsframbjóðenda

Ef litið  er á "afrekaskrá" frambjóðenda við formannskjör í Samfylkingunni kemur eftirfarandi í ljós: Árni Páll Árnason lagði  frumvarp um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja  fyrir alþingi júní 2009.Tekið var fram,að kjaraskerðingin  ætti að vera tímabundin (til 3ja ára).Guðbjartur Hannesson var velferðarráðherra,þegar 3 ár voru liðin frá gildistöku kjaraskerðingarinnar.Það var í hans verkahring að sjá til þess að umrædd kjaraskerðing yrði afturkölluð. Hann hefur hummað það fram af sér og ekkert gert til afturköllunar og ætlar greinilega ekkert að gera í því efni.En "afrek" hans eru fleiri.Guðbjartur var formaður í nefnd um framkvæmd fyrningarleiðar ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum.Fulltrúar LÍÚ neituðu í fyrstu að mæta í nefndinni.Guðbjartur gerði sér þá lítið fyrir og snéri við blaðinu í kvótamálinu.Hann bauð útgerðarmönnum að halda kvótunum í langan tíma (nú talað um yfir 20 ár).Nefnd Guðbjarts afrekaði það að íta fyrningarleiðinni algerlega úr af borðinu.Í dag er kvótamálið í  algeru uppnámi.Ég held,að Guðbjartur hafi vinninginn í "afrekum",sem til óheilla horfa.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband