Miðvikudagur, 2. janúar 2013
Ríkisstjórnin hefur náð miklum árangri í viðreisn efnahagslífsins
Nýtt ár hefur gengið í garð og stutt er í alþingiskosningar.Hvernig hefur viðreisn efnahagslífsins tekist? Ég tel,að hún hafi tekist vel.Mikill árangur hefur náðst.Við bankahrunið var fjárlagahallinn 216 milljarðar á ári en nú er hann innan við 4 milljarða.Það er því alveg að nást jöfnuður. Verðbólgan var 18,6% en nú er hún milli 4 og 5%. Spáð var 10-15% atvinnuleysi en en það er nú aðeins 5% og með því minnsta í löndum EES og ESB.Hagvöxtur er 2,5% en það er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru landi OECD nema í Noregi. Fjárfesting er að aukast og verður 10 milljarðar til nýsköpunar í ár.Jöfnuður hefur aukist verulega vegna aðgerða í skattamálum.200 milljarðar af lánum heimilanna hafa verið afskrifaðir og vaxtaniðurgreiðsla af skuldum heimilanna hefur tvöfaldast. Byrjað er að innheimta eðlilegan arð af sjávarauðlindinni en hann mun nema 13 milljörðum í ár.Ég tel öll framangreind atriði til bóta. En það eina sem ég er óánægður með er frammistaða ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja. Í þeim málaflokki hefur ríkisstjórnin brugðist.Hún lét aldraða og öryrkja taka á sig byrðar vegna kreppunnar en þar átti að vera um tímabundna ráðstöfun að ræða.Aldraðir og öryrkjar hefðu átt að vera undanskildir,þegar kjaraskerðing vegna kreppunnar var ákveðin.A.m.k. verður ríkisstjórnin að standa við fyrirheit sitt um að afturkalla þessa kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.