Arnór Hannibalsson látinn

Látinn er Arnór Hannibalsson,78 ára að aldri.Við Arnór vorum skólabræður í Menntaskólanum í Reykjavík og áttum talsverð samskipti.M.a. sóttum við saman fundi í Málfundafélagi jafnaðarmanna í Breiðfirðingabúð en Hannibal Valdimarsson,faðir Arnórs, stofnaði Málfundafélag jafnaðarmanna og stóð fyrir fundum félagsins í Breiðfirðingabúð.Var mjög skemmtilegt á fundum þessum og fjallað þar um róttæk baráttumál jafnaðarmanna.Margir þekktir menn sóttu fundi félagsins svo sem Helgi Sæmundsson,Gunnlaugur Þórðarson og Gylfi Þ.Gíslason.En ekki voru þeir þó félagsmenn.Þegar Hannibal ákvað að láta Málfundafélagið stofna til kosningasamtaka með Sósialistaflokknum hætti ég að  sækja fundi félagsins.

Arnór var virtur fræðimaður og nam í Sovetríkjunum, í Póllandi. og við háskólann í Edinborg.Ég sá það strax á námsárum okkar,að hugur hans stefndi að því að verða vísinda-og fræðimaður.Hann var mikill hugsuður og eftir hann liggja margar bækur.Arnór var prófessor við Háskóla Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband