Klipið af hækkun aldraðra í þriðja sinn!

Samkvæmt nýjum kjarasamningum vorið 2011 hækkuðu lágmarkslaun strax um 10,3% en velferðarráðherra ákvað að bætur einhleypra elli-og örorkulífeyrisþega, sem eingöngu höfðu bætur frá TR, skyldu aðeins hækka um 6,5%. Þarna byrjaði ríkisstjórnin strax að klípa af bótum aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin hélt uppteknum hætti í ársbyrjun 2012 en þá var réttmæt hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja skert á ný.Lífeyrir átti þá að hækka um 11.000 kr. á mánuði en var aðeins hækkaður um rúmlega helming þeirrar fjárhæðar ( um 3,5%) Og nú í ársbyrjun 2013 er í þriðja sinn höggvið í sama knérunn, þegar ríkisstjórnin eða velferðarráðherra ákveður enn á ný að klípa af réttmætri hækkun lífeyrisþega.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband