Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Ætla að flytja þingmál um afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009
Samband eldri sjálfstæðismanna,SES, bauð mér sem formanni kjaranefndar FEB á fund til sín til þes að ræða kjaramál aldraðra.Fundurinn var haldinn í morgun og var mjög góður.Formaður SES er Halldór Blöndal,fyrrverandi ráðherra og alþingismaður.Ég flutti fyrst stutt inngangserindi en síðan voru fyrirspurnir og orðaskipti.Ég gerði grein fyrir helstu baráttumálum kjaranefndar FEB í kjaramálum: Nauðsyn þess að afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009, kröfu um að lífeyrir aldraðra verði hækkaður um 20% vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar krepputímans en á tímabilinu 2009-2013 hafa laun ( lægstu laun) hækkað um 40% en lífeyrir aldraðra aðeins hækkað um 16% á sama tíma.Og að afnumin verði með öllu skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Góður rómur var gerður að þessum kröfum.SES styður fyrstu og aðra kröfuna og þá þriðju að hluta til.Fram kom á fundinum að Sjálfstæðismenn á þingi ætli að flytja þingmál um að kjaraskerðingin frá júlí 2009 verði afturkölluð en kjaranefnd FEB fór einmitt fram á það á fundi með Illuga Gunnarssyni formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins svo og á fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins.- Formaður kjaranefndar FEB ráðgerir að funda með samtökum aldraðra í fleiri stjórnmálaflokkum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.