Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Villikettirnir vildu komast í ríkisstjórn?
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. mánudag að hægja á samningaviðræðum um aðild Íslands að ESB fram að kosningum.Mikið fjaðrafok hefur orðið vegna þessarar samþykktar.Annars vegar er sagt,að þetta hafi verið samþykkt að kröfu VG og að Samfylkingin hafi orðið að láta í minni pokann í málinu en hins vegar er sagt,að Samfylkingin hafi viljað koma viðræðunum í var fram yfir kosningar svo hugsanleg aðild að ESB yrði ekki bitbein í kosningunum.Hvað er það rétta í málinu? Þetta var að sjálfsögðu málamiðlun milli stjórnarflokkanna. VG hefði helst viljað stöðva viðræðurnar fram yfir kosningar en það vildi Samfylkingin ekki og þess vegna var farinn millivegur. Mér virðist,að báðir aðilar geti vel við unað.Samningaviðræður halda áfram en í hægagangi og ekki verður farið í erfiðustu kaflana,sjó og land,fyrr en eftir kosningar en sennilega hefði það ekki orðið þó ríkisstjórnin hefði ekki gert sérstaka samþykkt um málið.
Annars er til skammar hvernig vissir þingmenn VG hafa hagað sér í þessu máli.Þingflokkur VG samþykkti við myndun ríkisstjórnarinnar að sótt yrði um aðild að ESB og það gerðu villikettirnir líka,Jón Bjarna,Atli,Lilja,Ásmundur Daði og Guðfríður Llja. En blekið var varla þornað á pappír stjórnarsáttmálans,þegar þessi þingmenn byrjuðu að berjast gegn samningaviðræðum við ESB. Þeir vildu komast í stjórn en þeir vildu ekki axla ábyrgð af því,sem þeir samþykktu.Það hefi verið meiri manndómur í því að þessir þingmnenn hefðu hindrað stjórnarmyndunina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.