Laugardagur, 2. febrúar 2013
Glæsilegur sigur Árna Páls í formannskjörinu
Árni Páll Árnason hlaut glæsilega kosningu sem formaður Samfylkingarinnar.Hann hlaut 60% atkvæða.Það er afgerandi sigur.Ég hefi trú á því að Árni Páll geti lyft Samfylkingunni í næstu kosningum og gert hana að burðarflokki.Hann er baráttumaður,sannur jafnaðarmaður og veit hvað hann vill.Ég tel að hann hafi meiri möguleika á því að láta Samfylkinguna sækja fram en Guðbjartur,sem einnig var í kjöri en beið lægri hlut.Árni Páll er herskárri.Eftir erfiða stjórnarsetu Samfylkingar sl. 4 ár,með mikum skattahækkunum og niðurskurði þarf nýjar áherslur.Nú er komið að því að sækja fram og hefja umbætur,sem hafa beðið.Það þarf að ljúka samningaviðræðum við ESB og efla velferðarkerfið.Einnig þarf nýja sókn í atvinnumálum.Árni Páll getur veitt forustu í öllum þessum málum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.