Ríkisstjórnin hefur unnið kraftaverk í endurreisnarstarfinu

Niðurstaða í síðustu skoðanakönnunum kemur nokkuð á óvart,einkum könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.Í þeirri könnun fær Framsókn 21%,Sjálfstæðisflokkurinn 32 %,Samfylkingin 12% og Björt framtíð 16,4 %.Að vísu er beitt þar nýrri aðferðarfræði sem orkar tvímælis. Í könnn Capacent fær Framsókn 14%,Samfylking 16% og Sjálfstæðisflokkur 36%.Það er ljóst,að niðurstaða Efta-dómstólsins  í Icesave málinu hefur hér haft áhrif.Svo virðist,sem margir séu enn reiðir út af Icesave málinu og láti það bitna  á Samfylkingunni.Menn gleyma því, að það var frjálshyggjan,sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kom hér á, sem skapaði grundvöll fyrir  einkarekstri bankanna og gegndarlausu braski  þeirra,,miklum lántökum,kaupum á bönkum og fyrirtækjum erlendis og opnun reikninga undir nafni Icesave, sem bauð upp á óeðlilega háa vexti.Frjálshyggjan olli hruninu. Frjálshyggjan bauð upp á það að eftirlit væri ekkert. Það skýtur skökku við, að þeir flokkar,sem voru að hreinsa upp eftir frjálshyggjuflokkana séu látnir gjalda þess að þeir þurftu að taka erfiðar ákvarðanir til þess að endurreisa þjóðarbúið,þegar þjóðargjaldþrot blasti við. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur unnið kraftaverk í endurreisnarstarfinu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó svo að ýmislegt hefði mátt betur fara eins og forða okkur frá Magma Energy braskinu, þá er árangurinn betri en reikna hefði mátt með eins og við blasti haustið 2008. Þá um veturinn var efnahagslífið ekki burðugt og lítil von eftir að braskarar höfðu dregið sér gríðarlegt fé og komið undan.

Vonandi átta fleiri sig á þessu en láti fagurgala braskarana ekki villa um fyrir sér.

Mæli með að lesa grein eftir Írisi Erlingsdóttur um Icesave í DV í dag. Þar líkir hún bröskurum við brennuvarga, ríkisstjórninni við slökkvilið og telur hún brennuvargana vera óánægða með slökkvistarfið og vilja lögregluna handtaka slökkviliðið! 

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 4.2.2013 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband