Afgreiða þarf nýja stjórnarskrá fyrir kosningar

Það styttist í kosningar.Enn á ríkisstjórnin eftir að afgreiða nokkur stór mál á alþingi.Stærstu málin eru stjórnarskrármálið og fiskveiðistjórnin.Það er að mínu mati mjög brýnt, að ríkisstjórnin komi nýrri stjórnarskrá gegnum þingið fyrir kosningar.Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í það mál.Stjórnlagaráð vann að nýrri stjórnarskrá í 4 mánuði,stjórnlaganefnd lagði mikla vinnu í málið og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur einnig unnið mikið að málinu.Ríkisstjórnin á ekki að láta stjórnarandstöðuna taka sig á taugum í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi verið á móti því að stjórnarskránni væri breytt.Það er vegna þess,að flokkurinn er ekki við völd.Þeir fræðimenn við háskólann sem gagnrýnt hafa vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eru flestir Sjálfstæðismenn og eru að hjálpa  Sjálfstæðisflokknum í áróðrinum. Ríkisstjórnin á að halda strikinu í málinu og  afgreiða alla stjórnarskrána á þingi,ef tími vinnst til. Öðru máli gegnir með frv. um stjórn fiskveiða. Það frv. gerir lítið gagn miðað við upphafleg áform.Frumvarpið gerir ráð fyrir,að kvótahafar fái megnið af kvótunum afhenta til 20 ára.Það er fráleitt og betra að hafa óbreytt kerfi. Að vísu á ákveðið magn að fara á kvótaþing og seljast á markaðsverði en það er alltof lítið magn.Einnig á ákveðið magn að fara til strandveiða og í byggðakvóta.Ég græt það ekki þó þetta frv. fari ekki í gegn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband