Laugardagur, 16. febrúar 2013
Nauðsyn á umboðsmanni aldraðra
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík í gær lagði Björgvin Guðmundsson,formaður kjaranefndar félagsins til,að stofnað yrði embætti umboðsmanns eldri borgara.Björgvin sagði,að eldri borgurum gengi illa að ná eyrum ráðamanna. Og þó ráðamenn fengju tillögur og kröfur Félags eldri borgara og Landssambands eldri borgara færu þeir ekkert eftir þeim.Kröfur eldri borgara væru hundsaðar.Umboðsmaður eldri borgara ætti að gæta hagsmuna aldraðra.Þetta er eitt mikilvægasta baráttumál eldri borgara á næstunni, þ.e. að fá það samþykkt að slíkt embætti verði stofnað.Vonandi mun nýtt þing samþykkja það og ný ríkisstjórn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.