Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Steingrímur J.hefur staðið sig vel
Steingrímur J.Sigfússon formaður VG tilkynnti á blaðamannafundi í gær,að hann hygðist hætta sem formaður VG. Þessi ákvörðun hans kemur ekki alveg á óvart.Hann er búinn að vera formaður frá stofnun VG eða í 14 ár og það er gífurlega mikið starf að vera formaður í stjórnmálaflokki.Erfiðasti tíminn hefur þó sjálfsagt verið sl. 4 ár,sem ríkisstjórnin hefur setið en lengst af þann tíma var Steingrímur fjármálaráðherra og það mæddi mest á honum af ráðherrum stjórnarinnar í því starfi að endurreisa Ísland og vinna að endureisnaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Þau Steingrímur og Jóhanna,forsætisráðherra unnu mjög vel saman að þessu verkefni og geta verið ánægð með árangurinn og umsagnir alþjóðasamfélagsins um hann. Lánshæfismat Íslands hefur verið að hækka og umsagnir erlendra matsfyrirtækja eru á þá lund að Íslandi hafi gengið betur að vinna sig út úr kreppunni en öðrum Evrópuríkjum.En það var ekki vinsælt starf,sem Steingrímur var í að stjórna skattahækkunum og niðurskurði til þess að loka fjárlagagatinu. Rétt var staðið að skattahækkunum,meira hækkað á þeim,sem mestar höfðu tekjurnar en minna eða ekkert hjá þeim,sem lægstar höfðu tekjurnar. Við það jókst jöfnuður í landinu.Steingrímur ætlar að vera áfram á þingi en við formennsku í VG tekur nú nýr maður,ef til vill Katrín Jakobsdóttir,varaformaður VG. Hún er mjög frambærileg og vinsæl og það væri vel ráðið af VG að velja unga konu sem formann en fleiri koma sjálfsagt til greina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.