Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Kennarar við háskólann á móti beinu lýðræði
Ég hlustaði á Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing og kennara við háskólann tala um nýju stjórnarskrána í þætti hjá Birni Bjarnasyni á INN í dag.Ég varð alveg hlessa á því hvað hún barðist hatrammlega gegn beinu lýðræði og öðrum lýðræðisumbótum.Eitt atriði nýju stjórnarskrárinnar er það, að 10% almennings geti sent alþingi ný frumvörp.Stefanía hafði allt á hornum sér gagnvart þessu nýmæli.Og hið sama er að segja um persónukjör.Stefanía lagðist einnig gegn því.Þá reyndi hún að líkja ákvæðum varðandi hlut forsetans í stjórnarmyndunum við það fyrirkomulag,sem ríki í Austur-Evrópu.En samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs á forsetinn að tilnefna forsætisráðherra og leggja tillögu um hann fyrir alþingi.Í dag er það svo,að forsetinn felur einhverjum að mynda ríkisstjórn enda séu möguleikar á að hann geti myndað meirihlutastjórn.Ekki er nú stór munur á þessu.Í fyrra tilkvikinu verður forsætisráðherrann að að fá samþykki alþingis áður en hann myndar stjórn en í seinna tilvikinu err nóg,að það liggi fyrir,að stjórnarmyndun styðjist við meirihluta alþingis.Sem sagt: Bitamunur en ekki fjár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.