Föstudagur, 22. febrúar 2013
Ræddi kjör aldraðra á Útvarpsögu
Björgvin Guðmundsson formaður kjaranefndar Félags eldri borgara var í viðtali í klukkutíma þætti á Útvarpsögu í fyrrdag um kjör og málefni aldraðra.Var það í þættinum Amor. Björgvin ræddi vítt og breytt um málefnui aldraða,fór yfir helstu kjarakröfur FEB og hjúkrunarmál svo sem skort á hjúkrunarheimilum. Hann sagði brýnustu kjarakröfur eldri borgara að afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009,að bæta eldri borgurum kjaraskerðingu og kjaragliðnun krepputímans og að afnema í áföngum skerðingu tryggingabóta aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Hreyfingin hefur flutt frumvarp á alþingi um afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009. Væntanlega verður það samþykkt á þinginu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.