Mánudagur, 25. febrúar 2013
Kosningaloforðin: Allt fyrir alla!
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina.Þar voru samþykkt mörg kosningaloforð.Því er lofað,að gert verði allt fyrir alla.Það á að lækka skatta og veita þeim skattaslátt,sem greiða af íbúðalánum sínum!Einnig á að lækka skuldir.Ekki er talað um neinn niðurskurð og ekkert sagt hvernig fjármagna á skattalækkanir og önnur kosningaloforð.Það er því líkkegt,að hér sé um að ræða kosningaloforð,sem ekki er ætlunin að standa við.En kjósendur hugsa um það hvort kosningaloforðin gangi upp,hvort ríkissjóður geti staðið undir kosningaloforðunum.Enda þótt núverandi ríkisstjórn sé kominn langleiðina í því verkefni að loka fjárlagagatinu en þó enn svolítið gat eftir.Það er því ekkert svigrúm hjá ríkissjóði til þess að lækka skatta.Áróður Sjálfstæðisflokksins um að það þurfi aðeins að auka hagvöxt,auka verðmætasköpun er billegur. Það er kreppa enná í Evrópu og í Bandaríkjunum og mörg helstu viðskiptalanda okkar eru með samdrátt en ekki hagvöxt,t.d. Bretland og Frakkland.Þess vegna er það kraftaverk,að hér skuli vera meira en 2% hagvöxtur á sama tíma.Það getur verið að auka megi verðmætasköpun en það tekur nokkur ár og fólk nýtur þess ekki í ár eða næsta ár.Það er best að segja kjósendum eins og er.
Það eina jákvæða,sem ég sá í tillögum Sjálfstæðisflokksins var að endurskoða ætti tryggingabætur almannatrygginga í því skyni að leiðrétta þær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.