Skemmtilegt kvöld í Fríðuhúsi

Kaffikvöld var í Fríðuhúsi 14.mars sl. en slík kaffikvöld eru haldin mánaðarlega í Fríðuhúsi,Maríuhúsi og Drafnarhúsi fyrir vistmenn og aðstandendur þeirra.Þetta eru skemmtileg kaffikvöld með tónlist og erindum um áhugaverð efni,léttum veitingum og þægilegu andrúmslofti.Á kaffikvöldinu í gærkveldi flutti Berglind Indriðadóttir,iðjuþjálfi,erindi um lífssöguna og minningar fólks.Mæltist henni vel og var góður rómur gerður að máli hennar.Stór hópur frá okkar fjölskyldu sótti kaffikvöldið.Við Dagrún vorum mætt,fjórir synir okkar,Þorvaldur,Guðmundur,Þórir og Hilmar,Unnur,kona Þóris og Sjöfn,kona Hilmars,Steinunn,dóttir Guðmundar,Dagur,sonur Hilmars og Sjafnar og Þórunn Elísa,dóttir Þóris og Unnar.Leikin voru létt lög á gítar,allir sungu með og veitingar voru frábærar á vægu verði.Mjög skemmtilegt kvöld.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh þetta hefur verið æðislegt kvöld:) vona ég frétti af þessu næst, væri gaman að mæta:)

Ólöf Karla (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 08:32

2 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Elsku pabbi!

Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað fjölskyldan er samhuga  um að styðja mömmu og hina mikilvægu starfsemi í Fríðuhúsi. Það var mjög flott að svona margir í fjölskyldunni mættu í kaffi og tónlistarboðið í Fríðuhúsið, þar sem einnig voru flutt fróðleg erindi. Ég sé að þetta hefur tekist mjög vel, og verid mjög skemmtilegt. Í þessu sambandi rifjast upp fyrir mér þegar okkur Pirjo var boðið í kaffi í Fríðuhús sl. sumar með ykkur mömmu og Valda, og allir vistmennirnir tóku einnig þátt í þessu með okkur. Boðið  okkar tókst einnig mjög vel, og var mjög ánægjulegt. Við þökkum Fríðuhúsi enn á ný fyrir boðið, sem og ykkur mömmu. Kær kveðja frá Finnlandi, Björgvin og Pirjo

Björgvin Björgvinsson, 15.3.2013 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband