Sunnudagur, 24. mars 2013
Framsókn:Bankarnir (eigendur) eiga að borga
Framsóknarflokkurinn er nú með patentlausn á því að lækka skuldir heimilanna: Flokkurinn ætlar að láta einkabankana borga,þ.e. hluthafana,kröfuhafana,sem yfirtóku bankana svo og eigendur þrotabúanna.Hvernig mun það ganga? Munu eigendur bankanna með glöðu geði taka að sér að greiða eitthvað af skuldum heimilanna? Varla.Einkaaðilar,eigendur fjármagns eru ekki vanir að hlaupa upp til handa og fóta og borga eitthvað,sem þeir telja sig ekki eiga að borga.Ég held,að þeir muni ekkert borga af skuldum heimilanna. Það er ábyrgðarhluti að skapa falskar vonir hjá skuldurum um að einhverjir muni borga sem ekki munu borga. Eina leiðin til þess að ná peningum af eigendum bankanna og þrotabúanna er með skattlagningu.Þegar þeir selja hluti sína og vilja yfirfæra andvirðið til útlanda er unnt að skattleggja yfirfærsluna svo og að halda ákveðnum peningum í landinu vegna haftanna. En skuldarar komast ekki svo glatt í þessa peninga. Það er illa gert að skapa falsvonir hjá þeim.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.