Hægri grænir vilja afnema allar skerðingar almannatrygginga vegna tekjutenginga

Hægri grænir taka undir kröfur kjaranefndar Félags eldri borgara.Í stefnuskrá flokksins segir svo um þau atriði: Kjaraskerðingu aldraðra, sem tók gildi 1. júlí 2009, verður að afturkalla. Lífeyrir aldraðra verði hækkaður um 20%. Allar tekjutengingarskerðingar TR verði afnumdar.

 Með þessum stefnumálum hafa Hægri grænir samþykkt allar  helstu kjarakröfur kjaranefndar FEB.Ég fagna því.Hægri grænir segja,að stefna þeirra í efnahagsmálum muni gera kleift. að koma þessum stefnumálum í framkvæmd.

Þess verður nú vart að æ fleiri stjórnmálamenn og flokkar taka undur stefnumál eldri borgara.Svo virðist,sem barátta eldri borgara í kjaramálum sé að byrja að bera árangur.Heyra má marga stjórnmálamenn  nefna nauðsynlegar kjarabætur fyrir aldraða, þegar þeir taka til máls nú fyrir kosningarnar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband