Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja nemur 17,6 milljörðum vegna laganna 1.7. 2009

Ríkisstjórnin sagði, að fram mundi koma frumvarp um endurskoðun almannatrygginga, sem taka ætti gildi 1.janúar 2013.Frumvarpið var lagt það seint fram, að það var ekki samþykkt fyrir þinglok.Er nú allt í óvissu um það hver afdrif frumvarpsins verða.Endurskoðun almannatrygginga kemur ekki í stað afturköllunar kjaraskerðingarinnar frá 2009. Það felast meiri kjarabætur fyrir lífeyrisþega í þeirri afturköllun en fást fyrstu 3 árin vegna nýrra laga um almannatryggingar, verði þau lögfest.Kjaraskerðingin vegna laganna frá júlí 2009 nemur 1.júlí í ár 17,6 milljörðum kr. en ný lög um almannatryggingar færa lífeyrisþegum aðeins 2 milljarða í ávinning fyrstu 3 árin.Það er aðeins lítið brot 17,6 milljarða kjaraskerðingar.Það þarf einnig að bæta lífeyrisþegum kjaragliðnunina sl. 4 ár.Lægstu laun hækkuðu á því tímabili miklu meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%. Það kostar 17 milljarða kr. á ári að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband