Föstudagur, 12. apríl 2013
Flokkarnir vilja afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009
Í gærkveldi var kosningasjónvarp hjá RUV og tekið fyrir velferðarmál og menntamál. M.a. var fjallað um kjör aldraðra og öryrkja. Þegar byrjað var að fjalla um þann þátt spurði Jóhanna Vigdís alla frambjóðendurna hvort þeir vildu afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Þá brá svo við,að nær allir sögðu já,misjafnlega skýrt að vísu en þeir sögðu já og sumir bættu við, að þeir vildu einnig leiðrétta kjaragliðnunina sl. 4 ár,sem fólst í því, að lægstu laun hækkuðu mikið meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Lífeyrisþegar urðu eftir í kjaraþróuninni.Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Framsóknar var mjög skýr og sagði að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 og leiðrétta einnig kjaragliðnunina sl. 4 ár. Sama sagði fulltrúi VG.Hún var mjög skýr og ákveðin í þessu efni.Nýju flokkarnir voru einnig yfirleitt allir sammála afturköllun,t.d. Hægri grænir,Flokkur heimilanna,Björt framtíð,Lýðræðisvaktin og Dögun.Fulltrúui Samfylkingarinnar,Guðbjartur Hannessson ,sagði,að lífeyrisþegar fengju leiðréttingu við lögfestingu frumvarpsins um almannatryggingar og gott betur sagði hann. En eins og og ég hefi bent á fæst aðeins lítið brot leiðréttingar fyrstu 3 árin eftir lögfestingu frumvarpsins eða 2 milljarðar upp í 17 milljarða kjaraskerðingu vegna laganna frá 1.júlí 2009.Og þá er eftir að leiðrétta vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár en það þarf að hækka lífeyri um 20% til þess að jafna metin.Það kostar 10 milljarða á ári.Ný lög um almannatryggingar ná ekki að jafna metin en auk þess tekur það alltof langan tíma að færa lífeyrisþegum kjarabætur með þeirriu lagasetningu.Þeir þurfa að fá kjarabætur strax. Einar K. Guðfinnsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umræðunum var jákvæður gagnvart afturköllun og nýju frv. um almannatryggingar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.