Sunnudagur, 14. apríl 2013
Leigjendur eiga að fá jafngóðan stuðning og þeir,sem kaupa húsnæði
Samfylkingin hefur ekki tekið þátt í loforðakapphlaupi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.En Samfylkingin vill tryggja börnum gjaldfrjálsar tannlækningar og boðar stórsókn í átt að kraftmeiri og öruggari leigumarkaði á Íslandi, þannig að leigjendur njóti jafngóðs stuðnings og þeir sem kaupa eigin íbúðarhúsnæði. Þá eigi bankarnir að fjármagna sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu íbúð á versta tíma fyrir hrun.
Hugmyndir Samfylkingarinnar eru markvissar og bæta úr brýnni þörf fyrir barnafjölskyldur. Ríkið greiðir nú 90 milljarða í vexti á ári. Við viljum frekar nota þessa 90 milljarða í velferð. Þetta getum við gert með ábyrgri efnahagsstjórn; greitt niður skuldirnar og byggt á varnarsigrinum sem við höfum náð í velferðarmálunum, segja Samfylkiingarmenn.
Áhersluatriði Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og velferðarmálum eru þessi:
- Gjaldfrjálsar tannlækningar fyrir börn.
- Nýtt og einfaldara almannatryggingakerfi
- Byggjum 350 ný hjúkrunarrými og nýjan og betri Landspítala.
Samfylkingin ætlar að gera leigumarkaðinn að öruggari valkosti með markvissum aðgerðum. Þar eru þessar helstar:
- Nýjar húsnæðisbætur. Þannig fá þeir sem leigja sér íbúð jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa.
- 2.000 nýjar leiguíbúðir í samstarfi við sveitarfélög og búseturéttarfélög.
- Útleiga á einni íbúð sé undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega.
Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf:
- Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum!
- Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum.
- Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum.
Einnig ætlar Samfylkingin að ljúka afnámi stimpilgjalda sem er ósanngjarn skattur. Sem kunnugt er hafa stimpilgjöld af endurfjármögnun íbúðalána þegar verið afnumin en það auðveldar fólki að skipta úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð.
Það hefur furðulítið verið rætt um hag leigjenda í kosningabaráttunni.En hagur þeirra er erfiður.Samfylkingin vill koma til móts við þá og leysa mál þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.