Hlutdrægur Gunnar Helgi

Það er slæmt,þegar fræðimenn villa á sér heimildir eins og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði,þykjast vera hlutlausir fræðimenn en draga taum sinna manna í stjórnmálunum.Það er alveg eins gott að leita álits stjórnmálamanna eins og að tala við slíka "fræðimenn". Gunnar Helgi getur ekki leynt ánægju sinni með Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hækkaði sig í tæp 27% í könnun Fréttablaðsins. Einhvern tímann hefði það ekki þótt merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn væri með tæp 27% ,flokkur,sem haft hefur 36-40% en Framsókn með rúm 30%. En Gunnari Helga finnst fremur ástæða til þess að tala um lítið fylgi Samfylkingar (13,7%) enda þótt hún hafi hækkað  sig í könnun í gær um 4 % stig.Það þótti honum ekki merkilegt.Það er þó ágæt breyting  milli kannana en þá fer Gunnar Helgi að þusa um að þetta fylgi sé eins og fylgi Alþýðuflokksins hér áður. Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu og hefði átt að halda sjó en virðist vera að tapa forustuhlutverkinu til Framsóknar.Það þykir Gunnari Helga ekki merkileg breyting.Honum finnst greinilega merkilegri breytingin á fylgi Samfylkingar.Víst er sú breyting mikil en á það ber að líta að Samfyllkingin þurfti að hreinsa upp eftir Sjálfstæðisflokkinn eftir að sá flokkur hafði sett efnahagslífið og bankana á hliðina með aðstoð Framsóknar.Það voru ekki vinsælar ráðstafanir,sem gera þurfti til þess að afstýra þjóðargjaldþroti Íslands en það tókst.Verðbólga var tæp 20%,þegar Samfylking og VG tóku við og atvinnuleysi  var 10%. Verðbólgan er nú 3% og atvinnuleysið 5%.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband