Góður árangur stjórnarflokkanna við endurreisn efnahagslífsins.Gefa ekki óábyrg kosningaloforð

Kosningabaráttan hefur einkennst af miklum kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins,loforðum,sem erfitt verður að standa við.Sjálfstæðisflokkurinn vill bæði lækka skuldir og skatta.Það gengur ekki upp.Framsókn vill taka peninga af kröfuhöfum þrotabúanna og nota þá til þess að lækka skuldir heimila.Enginn veit nákvæmlega hverjir þessir kröfuhafar eru.En meðal þeirra munu vera lífeyrissjóðir á hinum Norðurlöndunum,lífeyrissjóðir hér á landi og fjölmargir erlendir aðilar,m.a. svokallaðir vogunarsjóðir.Íslenska ríkið getur ekki hrifsað neinar eignir af þessum kröfuhöfum.Það væri eignaupptaka og mundi baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu.Eina leiðin til þess að ná peningum af kröfuhöfunum er að skattleggja þá, t.d. með útgönguskatti, þegar þessir aðilar fara með eignir sínar úr landi.En það tekur langan tíma og gerist ekki fyrr en Ísland telur fært að leyfa kröfuhöfunum að fara með fjármuni úr landi.Almenningur getur ekki stólað á neina fjármuni  frá kröfuhöfunum.Stjórnarflokkarnir taka ekki þátt í loforðakapphlaupinu. Samfylking og VG heita því einu  varðandi skuldavanda heimilanna að láta þá,sem eru með lánsveð, njóta 110% leiðarinnar,ef þeir uppfylla skilyrði til þess og  þessir flokkar vilja aðstoða þá sem keyptu húsnæði síðustu 2-3 árin fyrir hrun.

 Samfylkingunni og VG hefur tekist vel að endurreisa efnahagslífið eftir hrun.Fjárlagahalli upp á yfir 200 milljarða hefur verið jafnaður.  Verðbólgan var tæp 20%, þegar þessir flokkar tóku við  en er komin í 3%.Atvinnuleysi var tæp 10% en er komið í 5%.Mikill halli var á vöruskiptajöfnuðinum en hann er nú hagstæður.Þjóðarframleiðslan skrapp saman og hagvöxtur var orðinn neikvæður. Hagvöxtur var yfir 2% árið 2011  og 1,6% sl. ár.Þetta er meiri hagvöxtur en í nágrannalöndum okkar,meiri hagvöxtur en t.d., í Bretlandi og Frakklandi  og meiri en í Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur stutt við nýsköpun og sprotafyrirtæki og greitt fyrir erlendum kvikmyndafyrirtækjum,sem komið hafa hingað til lands.Hún hefur kynnt Ísland erlendis  og þannig stuðlað að eflingu  ferðaiðnaðarins.Er nú gífurlegur vöxtur í ferðaiðnaðinum. Svona mætti áfram telja. Ísland er að ná sér upp úr kreppunni og það eru gífurlega mikil tækifæri framundan í atvinnumálum.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband