Sunnudagur, 21. apríl 2013
Ríkisstjórnin setti þrotabúin undir fjármagnshöftin- stjórnarandstaðan studdi ekki lögin
Ríkisstjórnin setti lög um að þrotabú bankanna skyldu heyra undir fjármagnshöftin.Stjórnarandstaðan,Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn greiddu ekki atkvæði með þessari lagasetningu.En það eru þessi lög,sem bætt hafa stöðu Íslands mest gagnvart þrotabúunum.Og á grundvelli þessara laga,sem Framsókn treysti sér ekki til að styðja, lofar þessi flokkur nú að sækja fjármuni í þrotabúin og dreifa til skuldsettra heimila.Enda þótt umrædd lagasetning geri ríkisstjórn og Seðlabanka kleift að stjórna því algerlega hvenær kröfuhafar þrotabúanna fái að fara með fjármuni úr landinu er ekki þar með sagt að unnt sé fyrir ríkið að hrifsa eitthvað af fjármunum þrotabúanna.Það er ekki unnt nema með skattlagningu.Viðureignin við þrotabúin og kröfuhafa verður löng og erfið,mun taka mörg ár. Það er ekki ráðlegt að lofa skuldsettum heimilum neinum fjármunum úr þessum þrotabúum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.