Helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í spilunum

Foringjar Sjálfstæðisflokks,Framsóknar og Samfylkingar voru í þætti Sigurjóns Egilssonar,Sprengisandi, í gærmorgun.Sigurjón spurði formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hvaða ríkisstjórn væri líklegust eftir kosningar.Bjarni Benediktssson,formaður Sjálfstæðisflokksins,svaraði því til, að hann vildi helst sterka tveggja flokka stjórn.Hann hefði alveg eins getað sagt, að hann vildi samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,þar eð miðað við síðustu skoðanakannanir eru þessir tveir flokkar með öruggan meirihluta.Varaformaður Framsóknar,Sigurður Ingi,gaf svipaða yfirlýsingu.Hugur hans hneigðist greinilega að íhaldinu enda langt síðan Hermann Jónasson var formaður Framsóknar en einkunnarorð hans voru: "Allt er betra en íhaldið".

Það stefnir allt í helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.Íslendingar fengu smjörþefinn af slíkri stjórn, þegar  Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru einkavinavæddir. Þá fengu sjálfstæðismenn Landsbankann og framsóknar-og sambandsmenn fengu Búnaðarbankann.Þetta voru grófustu helmingaskipti í seinni tíð.Þessi ráðstöfun olli hruninu.Og þessir einkavinir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar þurftu ekki einu sinni að borga neitt eigið fé fyrir bankana. Þeir gátu tekið fjármunina að láni hjá hvor öðrum. Ef þessir tveir flokkar setjast saman í stjórn má reikna með að  helmingaskiptin byrji á ný með allri þeirri spillingu,sem þeim fylgir. Það er ekkert sparað til þess að ná völdum.Þessir tveir flokkar eru ósparir  á kosningaloforðin. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að láta ríkið greiða kosningaloforðin en Framnsókn lofar upp í ermina á sér og segist ætla að sækja fé til kröfuhafa þrotabúanna.En Framsókn getur ekki lofað almenningi neinum fjármunum frá kröfuhöfunum.Ef einhverjir fjármunir fást frá þeim munu þeir renna til þess að greiða skuldir ríkisins og auðvelda afnám haftanna.Það er ljótur leikur að skapa óraunhæfar væntingar hjá skuldsettum heimilum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband