Slökkvliðinu kennt um eldsvoðann!

Samfylkingin og VG tapa miklu fylgi í þingkosningunum í gær.Ljóst er,að kjósendur láta flokkana gjalda þess,að þeir þurftu að gera erfiðar og sársaukafullar aðgerðir til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl eftir að frjálshyggja  Sjálfstæðisflokksins hafði sett bankana og efnahagslífið á hliðina.Fylgi Samfylkingarinnar var orðið mjög lítið, þegar Árni Páll Árnason tók við formennsku í flokknum í byrjun febrúar sl. En Árna Páli hefur ekki tekist að bæta neinu fylgi við frá því hann tók við formennsku.Hinn nýi formaður gerði þau mistök að reyna að skilja sig frá ríkisstjórninni.Hann minntist varla á þau mál,sem flokkurinn hafði framkvæmt sl. 4 ár. En þar var einmitt að finna helstu afrek Samfylkingarinnar á kjörtímabilinu. Samfylkingunni og VG hafði tekist að rétta efnahagslífið að mestu við eftir  hrunið haustið 2008.Allar hagtölur höfðu þróast í rétta átt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og alþjóðasamfélagið hrósuðu Íslandi fyrir góða frammistöðu.Þessi atriði hefði Árni Páll mátt tala meira um.  Kjósendur virðast hafa verið búnir að gleyma því, að hér varð hrun haustið 2008.Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þurfti að vinna björgunarstörf eins og slökkvilið, sem kemur á eldstað að vinna slökkvistarf.Það er út í hött að kenna slökkviliðinu um eldsvoðann.En það gerðist í kosningunum.Björgunarfólkið,ríkisstjórnin,var látin gjalda hrunsins.Fólk er fljótt að gleyma.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband