Föstudagur, 3. maí 2013
Lagfæra verður lyfjalögin nýju
Kjaranefnd Félags eldri borgara hefur samþykkt eftirfarandi ályktun:
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík skorar á alþingi að leiðrétta ný lög um greiðsluþáttöku vegna lyfjakaupa þannig,að mjög mikilvæg lyf,sem áður hafa verið gjaldfrjáls verði áfram gjaldfrjáls.Kjaranefnd bendir t.d. á í þessu sambandi eftirfarandi lyf: Glákulyf,sykursýkislyf,geðrofslyf, krabbameinslyf, parkinsonslyf,flogaveikilyf og lyf við sjögren.Skorar kjaranefnd á alþingi að breyta nýju lögunum um greiðsluþátttöku lyfja á þennan hátt.Einnig leggur kjaranefnd áherslu á,að komið verði til móts við aldraða,öryrkja og láglaunafólk,sem á í erfiðleikum með að leysa út lyf sín,þegar nýja greiðsluþáttökukerfið tekur gildi.Ekki er nóg að heimila afborganir.- Ég tek heilshugar undir ályktun kjaranefndar FEB. Það verður strax að gera leiðréttingu á þessum nýju lyfjalögum. Það má alls ekki verða erfiðara en áður að kaupa lyf.Kjör eldri borgara og öryrkja eru t.d. nógu erfið þó þetta bætist ekki við. Og ég tel,að þau lyf sem hafa verið gjaldfrjáls áður eigi að vera það áfram. Ef talið er nauðsynlegt að breyta því þarf að hafa langan aðlögunartíma áður en slík breyting tekur gildi, t.d. a.m.k 2 ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.