Mánudagur, 6. maí 2013
Sjóðfélagar í lífeyrissjóðum kjósi sjálfir í beinni kosningu stjórn sjóðanna
Á fundi Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) í dag bar ég fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í úttektarskýrslu um lífeyrissjóðina segir, að óeðlilegt virðist, að eigendur lífeyrissjóðanna (sjóðfélagar) eigi almennt ekki fulltrúa í stjórnum sjóðanna og hafi enga aðkomu að því hverjir sitji þar.Úttektarnefndin leggur til, að lífeyrissjóðir á almennum markaði og opinberum móti sér þá stefnu,að einn eða fleiri stjórnarmenn séu kosnir beinni kosningu á ársfundi lífeyrissjóðsins. Ég er sammála þessu.Hvað líður framkvæmd á þessu atriði?
Í svari við fyrirspurninni kom fram,að stjórnin væri ekki sammála skoðun úttektarnefndarinnar eða minni skoðun á málinu.Stjórnin telur rétt að hafa óbreytt fyrirkomulag varðandi kosningu stjórnar.Ég tók til máls á fundinum og sagði,að ég teldi rétt,að sem flestir fulltrúar stjórnar væru kosnir beinni kosningu af sjóðfélögum og raunar teldi ég,að svo ætti að vera í öllum lífeyrissjóðum enda uppfylli fulltrúarnir hæfniskröfur.
Ég tel það óeðlilegt,að sjóðfélagar, eigendur lífeyrissjóðanna, kjósi ekki beinni kosningu flesta eða alla stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.Þeir,sem eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum,eiga að fjalla um það hvernig hann er ávaxtaður og hvernig með hann er farið.Í dag eru það samtök launamanna,sem velja fulltrúa sjóðfélaga en launagreiðendur velja einnig stjórnarmenn.Í LSR velur ráðherra stjórnarmenn sjóðsins á móti samtökum ríkisstarfsmanna. Þessu þarf að breyta,m.a. með breytingu á lögum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.