Eldri borgarar haldi fjárhagslegu sjálfstæði á hjúkrunarheimilum

Á landsfundi LEB í gær og í fyrradag var samþykkt,að eldri borgarar ættu að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu,þegar þeir flytja inn á hjúkrunarheimili.Í  greinargerð með ályktuninni segir: Það samræmist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,að einungis þeir þegnar,sem orðnir eru 67 ára borgi fyrir umönnun sína.Réttur aldraðra til jafnréttis og sömu lífskjara hlýtur að vera sá sami og annarra þjóðfélagsþegna.

Samtök eldri borgara hafa oft ályktað um þetta á undanförnum árum og beint því til stjórnvalda,að þetta verði leiðrétt.Tekið hefur verið vel í málið en ekkert orðið úr framkvæmd þess enn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband