Fimmtudagur, 9. maí 2013
Lyf verði lækkuð í verði
Á landsfundi LEB var eftirfarandi ályktun samþykkt:" Fundurinn krefst þess,að virðisaukaskattur af lyfjum verði lækkaður úr hæsta þrepi,sem er 25,5% í lægsta þrep,sem er 7%.Þessi breyting yrði stórlækkun á lyfjum fyrir eldri borgara,sem eru sennilega fjölmennasti kaupandi lyfja hér á landi.Það væri mikil kjarabót. "
Fyrir nokkrum dögum tók gildi nýtt greiðsluþáttökukerfi lyfjaverðs.Dregið er úr greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í mörgum lyfjum,sem eldri borgarar nota en auk þess er kerfið nú þannig að borga verður mikið fyrst,áður en greiðsluþátttaka hefst. Það er því vissulega mikilvægt fyrir eldri borgara að fá virðisaukaskattinn lækkaðan.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.