Föstudagur, 10. maí 2013
Atvinnutekjur 67 ára og eldri skerði ekki tryggingabætur TR
Á landsfundi LEB var samþykkt að atvinnutekjur eldri borgara,67 ára og eldri,ættu ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum.Fram kom tillaga um að miða við 70 ára aldur í þessu efni en kjaramálanefnd fundarins vildi ekki mismuna eldri borgurum að þessu leyti.Var samþykkt að ein regla ætti að gilda fyrir alla ellilífeyrisþega í þessu efni,þ.e. ekki ætti að skerða atvinnutekjur þeirra sem orðnir væru 67 ára. Það á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að vinna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.