Fimmtudagur, 23. maí 2013
Loðinn stjórnarsáttmáli
Stjórnarskipti fóru fram í dag. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fór frá en við tók ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Í gær var ritað undir stjórnarsáttmála að Laugarvatni og hlaupið á helstu atriðum sáttmálans fyrir blaðamönnum.Heldur var sáttmálinn loðinn og rýr í roðinu.Stóra loforðið um að lækka skuldir heimilanna fannst ekki svo hönd á festi en í staðinn var komið loðið orðalag um að gert yrði eitthvað í málinu ef unnt væri en ef óeðlilegur dráttur yrði á því yrði stofnaður sjóður til þess að annast verkið.Hvaðan á sá sjóður að fá peninga?Jú Sigmundur forsætisráðherra upplýsti það í dag: Úr ríkissjóði.Þannig er þá komið fyriir loforði Framsóknar um að færa fé frá vogunarsjóðum og hrægammasjóðum til heimilanna! Allur stjórnarsáttmálinn er með sama marki brenndur.Hann er loðinn og óskýr.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.