Fimmtudagur, 30. maí 2013
60 ára stúdentsafmæli
Um þessar mundir á ég 60 ára stúdentsafmæli.Ég útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953. Við skólaslit MR á morgun í Háskólabíói munum við 60 ára jubilantar mæta,fylgjast með því,þegar nýstúdentar útskrifast og hugsa um gamla skólann okkar.Við áttum góð ár í Menntaskólanum í Reykjavík.Þar var gott að vera.Og við fengum þar gott veganesti út í lífið.Menntunin,sem við fengum í gamla latínuskólanum hefur dugað okkur vel.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.