Staðið verði við kosningaloforðin

Frambjóðendur stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009.En þegar stjórnarsáttmálinn leit dagsins ljós kom fram,að  aðeins átti að afturkalla lítinn hluta kjaraskerðingarinnar. Af því tilefni gerði kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk. eftirfarandi ályktun í gær:

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík skorar á nýskipaðan félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því, að öll kjaraskerðing aldraðra og öryrkja,sem lögleidd var 1.júlí 2009, verði afturkölluð strax.Jafnframt óskar kjaranefndin eftir því, að kjaragliðnunin,sem átt hefur sér stað sl. 4 ár, verði leiðrétt. Sl. 4 ár hefur kaup láglaunafólks hækkað talsvert en lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur mestallan  þennan tíma verið frystur.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyrinn um  a.m.k. 20 % . Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að afturkalla eigi hluta kjaraskerðingarinnar. Í aðdraganda kosninganna lýstu frambjóðendur þeirra flokka,sem nú hafa myndað ríkisstjórn, því yfir að afturkalla ætti alla kjaraskerðinguna frá 2009.Einnig voru samþykktar ályktanir um sama efni á flokksþingum núverandi stjórnarflokka.
Þing Framsóknarflokksins samþykkti  einnig  að leiðrétta ætti lífeyri  aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár.Og landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti  að leiðrétta ætti lífeyri lífeyrisþega til samræmis við launabreytingar láglaunafólks sl. 4 ár.
Kjaranefnd FEB fer fram á,að staðið verði við þessi kosningaloforð.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband