Föstudagur, 31. maí 2013
Nýja ríkisstjórnin veldur vonbrigðum
Leiðtogar nýju ríkisstjórnarinnar,þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson,fjármálaráðherra,lýstu því ákveðið yfir fyrir kosningar að þeir vildu afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Það urðu því mikil vonbrigði,þegar nýi stjórnarsáttmálinn kom í ljós og það birtist,að einungis ætti að afturkalla eitt atriði af 3-4,sem fólust í kjaraskerðingunniu 2009.Samkvæmt sáttmálanum á einungis að afturkalla atriðið varðandi frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra. Frítekjumarkið var lækkað úr 110 þús. kr. á mánuði í 40 þús. á mánuði.Samkvæmt stjórnarsáttmálanum á að færa frítekjumarkið til fyrra horfs,þannig að það verði 110 þús. á mánuði á ný. Hins vegar er ekkert minnst á það að leiðrétta útreikning grunnlífeyris en 2009 var farið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóðum með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Við það missti stór hópur ellilífeyrisþega grunnlífeyri sinn.Það er heldur ekkert minnst á það að leiðrétta skerðingarhlutfall tekjutryggingar en það var hækkað 2009 úr 38,35 % í 45 %. Því var lofað fyriur kosningar að það yrði lækkað á ný til fyrra horfs.
Eldri borgarar krefjast þess að staðið verði við kosningaloforðin og öll kjaraskerðingin frá 1.júlí afturkölluð en ekki hluti hennar.Einnig vilja aldraðir, að staðið verði við það loforð að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár.Því var einnig ákveðið lofað,að það yrði leiðrétt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.