Gamlar endurminningar úr MR rifjaðar upp

Það var gaman að hitta  bekkjarbræður og systur úr MR við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík í gær en skólaslit fóru fram í Háskólabíói.Enda þótt liðin séu 60 ár frá því við útskrifuðumst sem stúdentar frá MR standa skólaárin þar okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.Í gær voru útskrifaðir á þriðja hundrað nýstúdentar.Þegar þeir höfðu fengið afhent prófskírteini sín og verðlaun fyrir góðan námsárangur var komið að afmælisárgöngum.Gunnar Jónsson,inspector scholae, talaði fyrir okkar hönd,60 ára stúdenta.Honum mæltist vel.Hann talaði blaðlaust eins og hann gerði reyndar einnig á 50 ára stúdentsafmæli okkar.Gunnar er góður tækifærisræðumaður og hóflega gamansamur.Einnig voru fluttar ræður af hálfu 70 ára stúdenta,50 ára stúdenta og 25 ára stúdenta.Var þetta hin hátíðlegasta samkoma og rifjaði upp skemmtilegar endurminningar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband