Árni Páll: Misstum samhljóminn við vinnandi fólk

Fundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar er haldinn í dag.Þegar fundurinn hófst í morgun flutti formaðurinn,Árni Páll Árnason,ræðu og ræddi kosningaúrslitin.Árni  Páll kvaðst axla ábyrgð af úrslitum kosninganna.Hann sagði,að Samfylkingin hefði misst samhljóminn við vinnandi fólk í landinu.Samtal flokksins við fólkið hefði ekki verið í lagi.Tengslin hefðu rofnað.Samfylkingin hefði verið orðinn of mikill valdaflokkur.Nú yrði að breyta um vinnubrögð.Ég fagna því hvernig Árni Páll bregst við úrslitum kosninganna.Það er ljóst,að hann gerir sér það ljóst,að Samfylkingin hafði slitnað úr tengslum við vinnandi fólk í landinu en það er einmitt launafólkið og þeir,sem minna mega sín,sem Samfylkingin á fyrst og fremst að vinna fyrir.Flokkur jafnaðarmanna er félagshyggjuflokkur og launþegaflokkur þó hann berjist einnig fyrir lítil og meðalstór fyritæki.Með því að formaður Samfylkingarinnar hefur áttað sig á því hvað fór úrskeiðis í kosningunum er von til þess að flokkurinn dragi réttar ályktanir af því  og taki á ný upp tengsl við vinnandi fólk og aðra,sem hann á að vinna fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband