Ríkisstjórnin skorar á sjálfa sig!

Almenningur hefur verið mjög spenntur að heyra hvernig ríkisstjórnin ætlaði að efna stóra loforðið um það að færa niður skuldir heimilanna.Margir hafa reiknað með að fá "tékka" sendan.En í gær kom svarið loks í stefnuræðu forsætisráðherra,Sigmundar Davíðs,á alþingi. Hann sagði að  ríkisstjórnin ætlaði að skora á sjálfa sig að leysa skuldavandann!Flutt yrði þingsályktunartillaga um að þingið fæli ríkisstjórninni að leysa skuldavandann. Mörgum hefur verið létt. Árni Páll formaður Samfylkingarinnar orðaði þetta svo,að  alþingi ætti að fela ráðherrunum að vinna vinnuna sína!. Það er rétt.Er þetta ekki alger skrípaleikur? Ljóst er,að ríkisstjórnin veit ekkert hvernig hún á að leysa þetta stóra loforð,sem færði Framsóknarflokknum mikið fylgi.Fyrir kosningar var talað um að fá fjármuni hjá þrotabúum gömlu bankanna,hjá kröfuhöfum. En ríkisstjórnin veður ekki inn í þrotabú og hirðir þar peninga. Enginn veit hvenær búið verður að semja við þrotabúin og ríkisstjórnin er ekki aðili að þeim samningum. Það getur tekið mörg ár að ganga frá uppgjöri þrotabúanna. Ef einhverjir fjármunir fást þaðan seint og um síðir verða örugglega næg not fyrir þá í ríkiskassanum. Bjarni Benediktsson sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að það þyrfti engar nefndir eða starfhópa til þess að fjalla um ráðstafanir fyrir heimilin.Það yrði ráðist í aðgerðir strax.Hann hefur gleymt þessari yfirlýsingu,þar ef nú er stöðugt verið að skipa nýjar nefndir og starfshópa en ekkert gerist. Menn höfðu ekki hugmyndaflug til þess að láta sér detta það í hug á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórnin gæti skorað á sjálfa sig en það hefur nú gerst.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband