Aldraðir: Staðið verði við kosningaloforðin strax

Mikil átök voru milli stjórnarflokkanna um frumvarp félagsmálaráðherra um að draga úr skerðingum á lífeyri aldraðra og öryrkja.Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að vilja hleypa frumvarpinu í gegn þó það kostaði sáralítið eða aðeins 850 millj. á þessu ári.Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar fús til þess að skerða tekjur ríkisins um 10 milljarða með því að lækka veiðigjöldin um þá upphæð í ár og næsta ár.Það vantar nokkur stór mál í frumvarp félagsmálaráðherra: Það vantar að afturkalla skerðingu á tekjutryggingu frá 2009 en sú afturköllun kostar 3 milljarða á ári,það vantar að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár en það kostar 17 milljarða að hækka lífeyrinn um 20% til þess að leiðrétta gliðnunina í dag og er þá ekkert gert afturvirkt.Ekki liggur fyrir hvað kostar að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna, sem er í stjórnarsáttmála en ekki í frumvarpi félagsmálaráðherra. Telja má útilokað að fjármálaráðherra samþykki 20 milljarða hækkun til þess að leiðrétta vegna kjaragliðnunar og vegna skerðingar á tekjutryggingu.En það voru ákveðin kosningaloforð hjá Framsókn að hvort tveggja yrði gert.Aldraðir og öryrkjar ætlast til,að staðið verði við þessi kosningaloforð og það strax eins og lofað var.

 

Björgvin Guðmundssson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áskorun á Alþingi Íslendinga að rétta kjör allra öryrkja!

Öryrkjar mótmæla þeirri forgangsröðun sem frumvarpið endurspeglar og krefjast þess að aðgerð stjórnvalda þar sem 69.gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 var tekin úr sambandi 1. janúar 2009, verði dregin til baka strax. það myndi nefnilega koma öllum lífeyrisþegum til góða, öryrkjum jafnt sem öldruðum.

http://www.petitions24.com/askorun_a_alingi_islendinga_a_retta_kjor_oryrkja

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband