Kom makríllinn Íslandi út úr kreppunni?

Forsætisráðherra,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,var gestur Sigurjóns M.Egilssonar á Sprengisandi í gær.Sigurjón spurði Sigmund fyrst um jákvæð ummæli erlendra stjórnmálamanna og hagfræðinga um aðgerðir fyrri ríkisstjórnar gegn kreppunni.Erlendir forustumenn í stjórnmálum teldu það kraftaverk hve vel Íslandi hefði tekist að komast út úr kreppunni.Sigurjón spurði Sigmund hvort fyrri ríkisstjórn hefði ekki gert eitthvað gott. Sigmundur svaraði og sagði,að makríllinn hefði synt inn í íslenska lögsögu og hjálpað Íslandi ,íslenska krónan hefði einnig hjálpað íslenskum útflutningsatvinnuvegum og ferðamannaiðnaðinum,náttúran hefði hjálpað.En hann kom ekki auga á að ríkisstjórnin hefði gert neitt gott.Skattkerfið hefði verið slæmt  og hamlað verðmætasköpun.

OECD segir,að jöfnuður sé nú meiri á Íslandi en í nokkru öðru landi OECD vegna skattabreytinga á Íslandi en í tíð fyrri stjórnar voru skattar  hækkaðir mest á hálaunafólki en lítið eða ekkert á þeim lægst launuðu og fólki með millitekjur.

    Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband