Miðvikudagur, 3. júlí 2013
Góður gestur frá Finnlandi í heimsókn
Sonur okkar Dagrúnar,Björgvin, er kominn í heimsókn til Íslands frá Finnlandi og ætlar að vera í 12 daga.Í gær fórum við ásamt Valda í heimsókn í Fríðuhús og áttum þar góða stund með Dagrúnu og öðrum heimilismönnum.Það var mikil stemmning og mikið sungið.Á eftir heimsókn okkar þangað bauð Björgvin okkur öllum út að borða.Síðan héldu allir strákarnir okkar 6 bræðrafund. Björgvin er hingað kominn til þess að heimsækja fjölskylduna á Íslandi og ekki hvað síst mömmu sína,sem er veik. En einnig er hann kominn til þess að vera í afmæli Þorvaldar bróður síns.I dag fer Björgvin út á land í 3ja daga ferð til þess að taka ljósmyndir en hann og kona hans,Pirjo,eru ekki aðeins myndlistarmenn heldur einnig miklir áhugamenn um að taka ljósmyndir og hafa þau haldið ljósmyndasýningar í Finnlandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.