Hægri stjórn komin til valda

Sumarþinginu er lokið.En enda þótt það væri stutt kom vel í ljós hvers konar ríkisstjórn er komin til valda í landinu: Þetta er hrein hægri stjórn.Stærsta málið,sem ríkisstjórnin afgreiddi á þinginu var að lækka veiðigjöld stórútgerðarinnar um 10 milljarða.Þetta var gert enda þótt fjárhagur ríkissjóðs sé slæmur og leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi sagt að fjárhagurinn væri jafnvel verri en þeir áttu von á.Útgerðinni voru sem sagt færðir 10 milljarðar með einu pennastriki en það er ekki farið að færa almenningi eina krónu þrátt fyrir fögur fyrirheit í kosningabaráttunni um að leysa skuldavanda heimilanna.Forgangsröðin er klár.Fyrrverandi ríkisstjórn hafði undirbúið og m.a. samið við lífeyrissjóðina um að skuldavandi þeirra ,sem eru með lánsveð yrði leystur svo þessi hópur gæti notfært sér 110% leiðina eins og aðrir.En ríkisstjórnin lagðist gegn því og er það mál nú strand. Þannig var fyrsta verk ríkisstjórnarinnar í því efni að leysa skuldavanda heimila.Það er búið að leysa   "  skuldavanda" útgerðarinnar en skuldavandi almennings má bíða.

Ríkisstjórnarflokkarnir gáfu mikil loforð um að  þeir ætluðu að afturkalla allar kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja og þar á meðal að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Við þetta er ekki staðið.Það eina sem var gert var að afturkalla 2 af 4 skerðingum og voru valdar þær,sem  voru ódýrastar fyrir ríkissjóð: Afturköllun á skerðingu frítekjumarks vegna atvinnutekna og afturköllun á skerðingu grunnlífeyris.Hins var var ekki afturkölluð skerðing á tekjutryggingu eða frítekjumarki vegna fjármagnstekna og  leiðrétting á lífeyri vegna kjaragliðnunar á krepputímanum kom heldur ekki fram.Leiðréttingarnar,sem gerðar voru, gagnast tiltöluleg fáum og aðeins þeim,sem hafa verulegar tekjur en sleppt var að leiðrétta það, sem gagnast mörgum öldruðum og öryrkjum svo sem leiðrétting á tekjutryggingu mundi gera.Það eru sem sagt glögg merki hægri stjórnar á öllu,sem gert er.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband