Laugardagur, 6. júlí 2013
Bræðrafundur í Cafe Flóru
.
Björgvin sonur minn,sem býr í Finnlandi,er í heimsókn á Íslandi.Í tilefni af því ákváðu allir bræðurnir að hittast í Cafe Flóru og ræða málin.Meðfylgjandi mynd var tekin á kaffifundinum.Talið frá vinstri eru: Rúnar,framkvæmdastjóri hjá Íslensku sjávarfangi,Þórir,rafiðnfræðingur,Björgvin,myndlistarkennari í Finnlandi,Þorvaldur,sölumaður og listamaður,Hilmar,skólastjóri og Guðmundur,myndlistarmaður.Umræður voru fjörugar í kaffinu og í ljós kom,að bræðraböndin eru sterk
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.