Forsetinn stuðlaði að 10 milljarða lækkun á veiðigjöldum útgerðarinnar-engin lækkun á skuldavanda heimilanna

Ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta lög alþingis um lækkun veiðigjaldsins um 10 milljarða kom ekki á óvart. Forsetinn var að vísu búinn að  segja í útvarpsþættinum Á Sprengisandi  í fyrra,að kvótamálið mundi henta sérlega vel í þjóðaratkvæðagreiðslu,þar eð það snérist um  sjávarauðlindina en hún er jú sameign allrar þjóðarinnar þó útgerðin hafi farið með hana eins og sína einkaeign.Almenningur skynjaði, að forsetinn ætlaði ekki að ganga gegn rikisstjórn  Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Þetta er ríkisstjórn Ólafs Ragnars.Hann kom henni á koppinn og handvaldi formann Framsóknar,Sigmund Davíð, til þess að leiða stjórnina enda þótt Bjarni Benediktsson hefði fleiri atkvæði á bak við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fleiri atkvæði í þingkosningunum en Framsókn.35 000 manns skrifuðu undir mótmæli við lækkun veiðigjaldsins og því áskorun á forsetann að staðfesta ekki lögin. Í skoðanakönnun reyndust 70 % á móti lækkun veiðigjaldsins. Það var því svo sannarlega komin gjá milli þings og þjóðar eins og forsetinn hefur kosið að nefna slíkt ástand.En það hentaði ekki forsetanum núna að senda lækkun veiðigjaldsins í þjóðaratkvæðagreiðslu.Hann vildi ekki valda "sinni stjórn" erfiðleikum.Einhvern tímann hefði Ólafur Ragnar ekki látið það' hafa forgang að lækka veiðigjöld útgerðarinnar um 10 milljarða á sama tíma og ekkert bólar á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í því efni að lækka skuldir heimilanna. Röksemdafærsla forsetans stenst ekki.Hann segir,að hér sé um skattamál ríkisins og tekjuöflun að ræða. En veiðigjöldin eru ekki skattar.Þau eru afgjald fyriir afnot útgerðar af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,sem útgerðin hefur lengst af nýtt sér frítt.Í rauninni hefði frekar átt að hækka veiðigjöldin en að lækka þau. Veiðigjöldin eru of lág eins og fyrri stjórn afgreiddi þau.

Ég tel,að forsetinn sé að misnota vald sitt til þess að vísa málum í þjóðaratkvæði með því að láta hentistefnu ráða.Hann verður að vera samkvæmur sjálfum sér þegar hann tekur afstöðu til slíkra mála.

 

Björgvin Guðmundsson  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband